Enski boltinn

Rodgers: Gerrard eins og himnasending

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur enn og aftur ítrekað hversu mikilvægur fyrirliðinn Steven Gerrard er liði sínu.

Gerrard var á bekknum þegar að Liverpool tapaði óvænt fyrir Oldham í enska bikarnum um helgina. Hann kom inn á og spilaði síðustu 35 mínúturnar.

„Steven er einstakur leikmaður. Þegar hann kom inn á gegn Oldham var það eins og að fá himnasendingu. Hann gjörbreytti leiknum og frammistöðu liðsins alls," sagði Rodgers.

„Því miður get ég ekki sagt að við gætum spjarað okkur án hans því það er ekki mín skoðun."

„Hann er 32 ára gamall og er enn í frábæru formi. Hann hefur verið stórkostlegur sem fyrirliði."

Gerrard er samningsbundinn Liverpool til 2014 en talið er að félagið vilji ganga frá nýjum samningi sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×