Enski boltinn

Fer fer hvergi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Everton hefur staðfest að ekkert verði af kaupunum á Leroy Fer eftir að Hollendingurinn féll á læknisskoðun í gær.

Everton og félag Fer, Twente, höfðu komist að samkomulagi um kaupverð sem nemur 8,6 milljónum punda.

Fer meiddist á hné í leik með hollenska landsliðinu í september og voru læknar Everton ekki sáttir við ástand meiðslanna.

Forráðamenn Everton fóru fram á breytt greiðslufyrirkomulag fyrir Fer. Þeir vildu borga minna við undirskrift og afganginn í tengslum við hversu mikið Fer myndi spila.

Við þetta sættu forráðamenn Twente sig ekki og staðfesti framkvæmdarstjóri Everton við enska fjölmiðla að ekkert yrði af kaupunum. „Við verðum að fara farlega með peningana okkar," sagði framkvæmdarstjórinn Robert Elstone.

Hann bætir við að ekki sé útilokað að Everton muni kaupa annan leikmann áður en lokað verður fyrir félagaskipti annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×