Enski boltinn

Rodgers: Áttum að skora fleiri mörk

Rodgers hughreystir sína menn eftir leik.
Rodgers hughreystir sína menn eftir leik.
Liverpool missti niður tveggja marka forskot gegn Arsenal í kvöld og stjóri Liverpool, Brendan Rodgers, var að vonum svekktur eftir leik.

"Við erum gríðarlega svekktir að hafa ekki unnið leikinn. Við réðum algjörlega ferðinni fyrsta klukkutímann og sköpuðum fjölda færa," sagði Rodgers en leiknum lauk með jafntefli, 2-2.

"Við vissum að Arsenal myndi eiga sínar 10 mínútur en mér fannst aukaspyrnan sem fyrra markið kom upp úr vera vafasöm. Það kom þeim í gang.

"Ég get samt ekki kvartað yfir strákunum. Þeir voru frábærir. Við skoruðum tvö mörk og hefðum getað skorað miklu fleiri mörk."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×