Enski boltinn

Ferguson: Við vorum heppnir

Rooney og Van Persie fagna í kvöld.
Rooney og Van Persie fagna í kvöld.
Man. Utd nýtti sér jafntefli Man. City í gær og náði sjö stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með sigri á Southampton.

United lenti undir í upphafi en tók svo öll völd á vellinum og hefði getað skorað fjögur til fimm mörk í fyrri hálfleik. Liðið gaf eftir í síðari hálfleik en slapp með skrekkinn og vann 2-1 sigur.

"Það snýst allt um að vinna leikina á þessu stigi tímabilsins. Við vorum stórkostlegir fyrsta hálftímann í kvöld," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.

"Það hefur ekkert lið leikið betur í síðari hálfleik gegn okkur á Old Trafford í vetur en Southampton. Við vorum heppnir að vinna leikinn.

"Völlurinn var mjög erfiður og þungur í kvöld. Við vökvuðum fyrir leik en þegar hann þornaði varð hann erfiður. Southampton gaf ekkert eftir og leikmenn þeirra sterkari í alla jafna bolta."

Ferguson staðfesti einnig eftir leik að félagið myndi ekki kaupa neinn leikmann á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×