Enski boltinn

Ólíklegt að Ince komi til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir ólíklegt að félagið muni ganga frá kaupum á Tom Ince í dag.

Ince var sterklega orðaður við Liverpool eftir að hafa staðið sig vel með B-deildarliði Blackpool. Hann er sonur Paul Ince, sem lék áður með Liverpool og Manchester United.

Liverpool gekk í gær frá kaupum á Coutinho frá Inter á Ítalíu og virðist það hafa ráðið miklu.

„Við hefðum getað gengið frá samningi við Ince en þetta er flókið mál. Ég á ekki von á að fleiri leikmenn komi," sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, við enska miðla.

„Þetta snýst líka um hvað félagið hefur efni á að gera. Þó svo að Tom verði áfram hjá Blackpool nú þýðir það ekki að það sé útilokað að hann muni koma í framtíðinni. Það er þó ólíklegt í þessum félagaskiptaglugga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×