Enski boltinn

Samba samdi við QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samba, til vinsti, í leik með Anzhi í Evrópudeildinni.
Samba, til vinsti, í leik með Anzhi í Evrópudeildinni. Nordic Photos / Getty Images
QPR hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Christopher Samba fyrir 12,5 milljónir punda eða um 2,5 milljarða króna. Um félagsmet er að ræða hjá QPR.

Samba gerði fjögurra og hálfs árs samning við QPR en hann kmeur til liðsins frá Anzhi Makhachkala í Rússlandi. Hann lék áður með Blackburn.

„Tony Fernandes á mikið hrós skilið fyrir að ná í hann," sagði stjórinn Harry Redknapp en Fernandes er eigandi félagsins.

„Hann spurði mig fyrir mánuði síðan hvern ég vildi fá í staðinn fyrir Ryan Nelsen. Ég gaf honum nokkur nöfn og eitt þeirra var Chis Samba. En ég sagði honum að það væri ómögulegt að ná í þessa leikmenn," sagði Redknapp.

„En svo er það næsta sem hann segir mér að hann sé byrjaður að vinna að því að fá hann til okkar. Það var ótrúlegt."

Samba er fæddur í Frakklandi en leikur með landsliði Kongó. Hann kom til Blackburn árið 2007 og var þar í fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×