Enski boltinn

Graham farinn til Sunderland

Graham í leik gegn Arsenal.
Graham í leik gegn Arsenal.
Sunderland nældi sér í öflugan framherja í dag er félagið keypti Danny Graham frá Swansea. Kaupverðið er 5 milljónir punda.

Þó svo Graham sé stuðningsmaður Newcastle vildi hann ólmur fara til Sunderland. Það var hans draumur að komast þangað.

Það mun eflaust taka hann einhvern tíma að vinna stuðningsmenn félagsins á sitt band en þeir bauluðu á hann er hann lék síðast með Swansea í Sunderland.

"Um leið og ég heyrði af áhuga Sunderland vildi ég ekki fara neitt annað. Ég er fæddur og uppalinn á þessu svæði. Þarna vil ég vera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×