Enski boltinn

Hazard fær ekki lengra bann fyrir boltastráka-sparkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eden Hazard, vængmaður Chelsea, fær "bara" þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk á móti Swansea í undanúrslitaleik deildarbikarsins á dögunum. Hazard fékk þá rautt fyrir að sparka í boltastrák Swansea sem var að reyna að tefja leikinn.

Hazard kom fram fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins í dag og sannfærði nefndina um að lengja ekki bannið en allir leikmenn í enska boltanum frá þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald.

Málið var tekið fyrir af því enska sambandið þótti þriggja leikja bann ekki nægileg refsing en Belginn náð greinilega að selja nefndina það að hann ætti ekki skilið meiri refsingu fyrir þessi óheppilegu framkomu sína.

Aðstæður boltastráksins, hins 17 ára gamla Charlie Morgan, hafa líka vakið mikla athygli en hann er sonur milljarðamærings sem hefur aldrei skort neitt á sinni æfi og er auk þess mun eldri en gengur og gerist meðal boltastráka.

Hazard getur því spilað með Chelsea á nýjan leik á móti Wigan 9. febrúar næstkomandi en hann verður ekki með liðinu á móti Newcastle um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×