Enski boltinn

Sonur Beckham reynir fyrir sér hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham getur ekki hugsað sér að spila fyrir annað enskt lið en Manchester United en sömu sögu er ekki að segja af sonum hans. Brooklyn Beckham, elsti sonur hans, er orðinn 13 ára og kominn í akademíuna hjá Chelsea.

Fjölskyldan flutti til Lundúna í síðasta mánuði en Brooklyn Beckham æfði áður með 14 ára liði Los Angeles Galaxy.

Brooklyn Beckham tók þátt í leik með 14 ára lið Chelsea í gær og enskir fjölmiðlar fullyrða að David Beckham hafi verið meðal áhorfenda á leiknum.

David Beckham lék með Manchester United frá 1993 til 2003 en er nú að leita sér að liði eftir að hafa sett punktinn fyrir aftan tíma sinn hjá Los Angeles Galaxy.

Beckham varð bandarískur meistari tvö síðustu árin sín með Galaxy en hann vann einnig titilinn með Real Madrid á Spáni og svo margoft með United í Englandi.

Beckham á tvo yngri syni, Romeo og Cruz, en hinn tíu ára gamli Romeo virðist ætlar að fara út í módelbransann frekar en fótboltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×