Enski boltinn

Enn einn Frakkinn á leið til Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sissoko í leik með franska landsliðinu.
Sissoko í leik með franska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Allt útlit er fyrir að tíu franskir leikmenn verði í herbúðum Newcastle í vetur. Í dag tilkynnti félagið að Massadio Haidara hafi gert fimm og hálfs árs samning við félagið.

Haidara kemur frá Nancy í heimalandinu en hann er tvítugur bakvörður sem spilaði sautján deildarleiki í frönsku úrvalsdeildinni í vetur.

Þá fullyrtu forráðamenn Toulouse að samkomulag væri í höfn um að Moussa Sissoko myndi ganga til liðs við Newcastle.

Sissoko er 23 ára gamall og samningur hans við Toulouse rennur út í sumar. Forráðamenn Newcastle hafa þó ekki staðfest félagaskiptin.

„Newcastle er félag sem heillar mig, þrátt fyrir að staða liðsins í deildinni sé ekki góð. Það hefur verið mikið fjárfest í góðum frönskum leikmönnum og liðið mun standa sig betur á seinni hluta tímabilsins," sagði Sissoko við franska fjölmiðla fyrr í þessu mánuði.

Newcastle hefur því alls keypt fjóra franska leikmenn til félagsins í þessum mánuði en fyrir voru fimm franskir leikmenn á mála hjá Newcastle. Sissoko yrði því tíundi Frakkinn í leikmannahópnum.

Franskir leikmenn hjá Newcastle:

Yohan Cabaye

Hatem Ben Arfa

Romain Amalfitano

Mapou Yanga-Mbiwa

Sylvain Marveaux

Gabriel Obertan

Mathieu Debuchy

Yoan Gouffran




Fleiri fréttir

Sjá meira


×