Enski boltinn

Potts útskrifaður af sjúkrahúsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dan Potts, sem fékk þungt höfuðhögg í leik West Ham og Arsenal í gærkvöldi, var útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.

Potts missti meðvitund eftir samstuð við Bacary Sagna og lá á vellinum í um tíu mínútur áður en hann var borinn af velli og fluttur á sjúkrahús.

West Ham sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem staðfest er að meiðsli Potts eru ekki alvarleg og að hann muni hvílast næstu dagana.

Potts er aðeins átján ára gamall en hefur þegar komið við sögu í tíu leikjum með aðalliði West Ham. Hann var um tíma í láni hjá Colchester og hefur spilað með U-19 liði Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×