Enski boltinn

Frönsk nýlenda í Newcastle - fjórir nýir Frakkar á fjórum dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Það styttist í það að aðrir leikmenn enska liðsins Newcastle þurfi að fara að læra frönsku í stað þess að frönsku leikmennirnir læri ensku. Moussa Sissoko er fjórði nýi franski leikmaður liðsins á þremur dögum og eru Frakkarnir á St. James Park þar með orðnir ellefu talsins.

Miðjumaðurinn Moussa Sissoko kom frá Toulouse í dag, varnarmaðurinn Massadio Haidara frá Nancy í gær, sóknarmaðurinn Yoan Gouffran frá Bordeaux á miðvikudaginn og á þriðjudaginn fékk liðið til sín miðvörðinn Mapou Yanga-Mbiwa frá Montpellier. Hægri bakvörðurinn Mathieu Debuchy kom síðan frá Lille fyrr í janúarmánuði.

Ellefu franskir leikmenn eru þar með í röðum Newcastle liðsins því áður voru hjá liðinu frönsku miðjumennirnir Yohan Cabaye, Hatem Ben Arfa, Gabriel Obertan, Sylvain Marveaux, Romain Amalfitano og Mehdi Abeid. Það er von að Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, kunni eitthvað í frönsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×