Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið kærir Hazard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eden Hazard fær hér rauða spjaldið.
Eden Hazard fær hér rauða spjaldið. Mynd/AFP
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Eden Hazard fyrir framkomu hans í undanúrslitaleik Chelsea og Swansea í enska deildarbikarnum á miðvikudaginn. Hazard fékk þá rauða spjaldið fyrir að sparka í boltastrák sem var að reyna að tefja leikinn.

Eden Hazard hefur til klukkan sex á þriðjudaginn til að útskýra hegðun sína og svara fyrir þessa kæru en ákæran hljómar upp á ofbeldi inn á velli og að hefbundnar refsingar séu því ekki nægjanlegar í þessu óvenjulega máli.

Eden Hazard fær í það minnsta þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið en eftir þessar fréttir gæti leikbannið orðið enn lengra.

Enska sambandið notaði líka tækifærið til að minna öll félög á mikilvægi þess að sjá til þess að allt starfsfólk á leikjum sem og allir boltastrákar hagi sér á fagmannlegan og sæmandi hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×