Enski boltinn

Frimpong lánaður til Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Emmanuel Frimpong mun spila með Fulham til loka tímabilsins en hann var í dag lánaður til félagsins frá Arsenal.

Frimpong er 21 árs miðjumaður sem hefur lítið fengið að spila með Arsenal á tímabilinu.

Martin Jol, stjóri Fulham, er þó enn sagður hafa áhuga á að fá þá Tom Huddlestone og Jake Livermore frá Tottenham en báðir eru miðjumenn.

Frimpong var nýlega í láni hjá Charlton í B-deildinni en hann hefur spilað 16 leiki með aðalliði Arsenal á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×