Enski boltinn

Manchester United komst auðveldlega áfram í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Manchester United er komið áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir sannfærandi 4-1 sigur á Fulham á Old Trafford í kvöld. United var komið yfir í upphafi leiks og sigurinn gat verið miklu stærri.

Javier Hernandez skoraði tvö mörk fyrir Manchester United en hin mörkin skoruðu þeir Ryan Giggs (víti) og Wayne Rooney. Rooney fékk tækifæri til að skora fleiri mörk í þessum leik og átti meðal annars skot í slá.

Fulham-maðurinn Aaron Hughes fékk á sig vítaspyrnu eftir aðeins 72 sekúndur og Ryan Giggs skoraði úr vítinu. Eftir það var róðurinn afar þungur fyrir gestina í Fulham.

Wayne Rooney skoraði annað markið á 50. mínútu með flottri afgreiðslu eftir frábæra sendingu Brasilíumannsins Anderson. Javier Hernandez skoraði síðan tvö síðustu mörk United á 52. og 66. mínútu en það fyrra kom í kjölfarið á fyrirgjöf frá Rooney.

Aaron Hughes lagði stöðuna á 77. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giorgos Karagounis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×