Enski boltinn

Gylfi byrjaði í tapi gegn Leeds

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Luke Varney skorar fyrra mark Leeds í leiknum.
Luke Varney skorar fyrra mark Leeds í leiknum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 59 mínúturnar þegar Leeds United sigraði Tottenham 2-1 í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Gylfi náði sér ekki á strik frekar en samherjar hans gegn baráttuglöðu liði Leeds.

Luke Varney kom Leeds yfir á 15. mínútu eftir að Michael Brown og El Hadji Diouf spiluðu hann í gegn.

Skotinn Ross McCormack kom Leeds í 2-0 og aftur var það Diouf sem átti síðustu sendinguna en McCormack skoraði með glæsilegu skoti rétt innan vítateigs.

Clint Dempsey minnkaði muninn með góðu skallamarki á 58. mínútu en strax í kjölfarið var Gylfa skipt útaf.

Tottenham reyndi hvað það gat til að jafna en náði ekki að skapa sér afgerandi færi. Leeds sem er um miðja ensku b-deildina því verðskuldað komið í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×