Enski boltinn

Aston Villa úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Aston Villa féll úr leik í sinni annarri bikarkeppni á örfáum dögum er liðið tapaði fyrir Millwall, 2-1, í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld.

Villa tapaði fyrir D-deildarliði Bradford í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar á þriðjudagskvöld og virðist staða knattspyrnustjórans Paul Lambert ótrygg hjá félaginu.

Darren Bent kom Villa yfir í fyrri hálfleik eftir skyndisókn en Danny Shittu jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu.

John Marquis skoraði svo sigurmark Millwall á 89. mínútu þegar hann skoraði með skalla af stuttu færi, eftir að boltinn hafði hafnað í slánni.

Villa er þar að auki í mikilli fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið hefur ekki unnið í sex leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×