Enski boltinn

Warnock: Hann féll eins og Drogba

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Neil Warnock knattspyrnustjóri ákvað að skella sér í hóp þeirra sem hafa tjáð sig um boltastrákinn sem hélt boltanum frá Eden Hazard leikmanni Chelsea í enska deildarbikarnum í fótbolta og fékk spark í síðuna fyrir. Warnock var ekki hrifinn af framkomu Charlie Morgan.

„Það var athyglisvert að sjá Hazard rekinn útaf. Hann sparkaði greinilega í boltann og hitti elsta boltastrák í sögunni í leiðinni,“ sagði Warnock.

„Ég hugsa að strákurinn hafi fylgst vel með Drogba í gegnum árin ef miðað er við hvernig hann brást við,“ sagði Warnock sem vísaði í leikræna tilburði stráksins sem þóttist stór slasaður af litlu tilefni.

„Þrátt fyrir það reikna ég með að Hazard sætti sig við sína refsingu því hann brást vitlaust við,“ sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×