Enski boltinn

Fer Balotelli til AC Milan í dag?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fjölmiðlar á Ítalíu og Englandi greina margir frá því að Mario Ballotelli sé á leið frá Manchester City og til AC Milan fyrir sautján milljónir punda, eða um þrjá og hálfan milljarð króna.

The Sun fullyrðir að tilkynnt verði um félagaskiptin í dag og að Balotelli hafi haldið kveðjuveislu fyrir vini sína í Manchester í gærkvöldi.

Forráðamenn City hafa þó ítrekað haldið því fram að Balotelli verði ekki seldur nú í janúar. Ekki komi til greina að lána hann heldur.

Þá sagði Adriano Galliano, varaforseti AC Milan, nánast engar líkur á því að Balotelli sé á leiðinni til félagsins. Kaupverðið sé of hátt.

Hins vegar eru háværir orðrómar á kreiki um að félagaskiptin séu yfirvofandi og veðbankar í Englandi hafa sumir hverjir hætt að taka við veðmálum þess efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×