Enski boltinn

Fer fer til Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Everton hefur komist að samkomulagi við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente um kaup á miðvallarleikmanninum Leroy Fer fyrir tíu milljónir punda, um tvo milljarða króna.

Fer á þó eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör, auk þess að gangast undir læknisskoðun. Enskir fjölmiðlar greina frá því að hann sé væntanlegur í Liverpool-borg innan skamms.

Cor Pot, þjálfari U-21 liðs Hollands, hefur líkt Fer við Patrick Vieira. Fer verður 23 ára gamall í mánuðinum og á að baki tvo leiki með A-landsliði Hollands.

Vangaveltur eru um að Marouane Fellaini sé á leið frá Everton og að Fer sé kominn til að fylla í hans skarð.

Hann gekk í raðir Twente frá Feyenoord árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×