Usmanov: Henry vill að ég kaupi Arsenal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2013 17:30 Usmanov er einn ríkasti maður heims en hann hagnaðist mikið í olíubransanum í Rússlandi. Nordic Photos / Getty Images Úsbekinn Alisher Usmanov, sem á 30 prósenta hlut í Arsenal, segir að aðrir eigendur hafi komið illa fram við sig og vilji losna við sig. Usmanov sagði þetta í samtali við franska dagblaðið L'Equipe og gagnrýndi einnig leikmannastefnu félagsins og Stan Kroenke, sem á stærstan hlut í félaginu. Usmanov fékk á sínum tíma tækifæri til að gerast meirihlutaeigandi í félaginu en að aðrir eigendur hefðu komið í veg fyrir það með hræðsluáróðri. Hann fullyrðir hins vegar að Arsenal-goðsögnin Thierry Henry sé á sínu bandi. „Ég hef hrifist af mörgum knattspyrnumönnum og er í sambandi við nokkra þeirra. Sá sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðustu 10-15 ár er Thierry Henry. Hann hefur hvatt mig til að kaupa öll hlutabréf Arsenal. En ég get ekki spáð um framtíðina," sagði Usmanov. „En ég var tilbúinn til að taka yfir félagið þegar sá möguleiki bauðst. En það reyndist ekki hægt því ákveðnir einstaklingar vildu frekar græða pening og gera mig að óvini." „Enn þann daginn í dag er litið á mig sem sjóræningja og utanaðkomandi óvin. Það er leikur sem þeir hafa unnið." Hann segir að stjórinn Arsene Wenger sé í erfiðri stöðu í félaginu. „Ég held að hann eigi það skilið að geta keypt þá leikmenn sem félagið þarf á að halda hverju sinni," sagði Usmanov. „Hann á ekki að sætta sig við að þurfa að selja sína bestu leikmenn til keppinauta sinna. En hann hefur þurft að færa fórnir og er það okkur öllum að kenna. Þetta er allt í höndum hr. Kroenke og ég vona að áætlanir hans gangi eftir, þó svo að ég sé ekki sammála þeim." „Mesta afrek Arsene Wenger er að hafa búið til tvö lið. Eitt lið sem spilar nú fyrir keppinauta okkar og eitt sem er að reyna að halda í við þá bestu í ensku úrvalsdeildinni." Usmanov segist ekki ætla að þvinga sig upp á félagið. „En ég lít enn á þetta sem góða fjárfestingu og vildi gjarnan þjóna þessu félagi. En svo virðist sem að Arsenal hafi í dag ekki þörf fyrir mig." Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Úsbekinn Alisher Usmanov, sem á 30 prósenta hlut í Arsenal, segir að aðrir eigendur hafi komið illa fram við sig og vilji losna við sig. Usmanov sagði þetta í samtali við franska dagblaðið L'Equipe og gagnrýndi einnig leikmannastefnu félagsins og Stan Kroenke, sem á stærstan hlut í félaginu. Usmanov fékk á sínum tíma tækifæri til að gerast meirihlutaeigandi í félaginu en að aðrir eigendur hefðu komið í veg fyrir það með hræðsluáróðri. Hann fullyrðir hins vegar að Arsenal-goðsögnin Thierry Henry sé á sínu bandi. „Ég hef hrifist af mörgum knattspyrnumönnum og er í sambandi við nokkra þeirra. Sá sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðustu 10-15 ár er Thierry Henry. Hann hefur hvatt mig til að kaupa öll hlutabréf Arsenal. En ég get ekki spáð um framtíðina," sagði Usmanov. „En ég var tilbúinn til að taka yfir félagið þegar sá möguleiki bauðst. En það reyndist ekki hægt því ákveðnir einstaklingar vildu frekar græða pening og gera mig að óvini." „Enn þann daginn í dag er litið á mig sem sjóræningja og utanaðkomandi óvin. Það er leikur sem þeir hafa unnið." Hann segir að stjórinn Arsene Wenger sé í erfiðri stöðu í félaginu. „Ég held að hann eigi það skilið að geta keypt þá leikmenn sem félagið þarf á að halda hverju sinni," sagði Usmanov. „Hann á ekki að sætta sig við að þurfa að selja sína bestu leikmenn til keppinauta sinna. En hann hefur þurft að færa fórnir og er það okkur öllum að kenna. Þetta er allt í höndum hr. Kroenke og ég vona að áætlanir hans gangi eftir, þó svo að ég sé ekki sammála þeim." „Mesta afrek Arsene Wenger er að hafa búið til tvö lið. Eitt lið sem spilar nú fyrir keppinauta okkar og eitt sem er að reyna að halda í við þá bestu í ensku úrvalsdeildinni." Usmanov segist ekki ætla að þvinga sig upp á félagið. „En ég lít enn á þetta sem góða fjárfestingu og vildi gjarnan þjóna þessu félagi. En svo virðist sem að Arsenal hafi í dag ekki þörf fyrir mig."
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira