Enski boltinn

Coloccini vill ekki fara frá Newcastle

Argentínumaðurinn Fabricio Coloccini hefur sannfært stuðningsmenn Newcastle um að hann muni gefa allt til félagsins. Sögusagnir voru um að hann vildi fara heim til Argentínu.

"Ég er hérna einn með fjölskyldunni og allir okkar ættingjar eru langt í burtu. Það er erfitt fyrir fjölskylduna en ekki fyrir mig," sagði Coloccini.

"Það er mikið búið að ræða framtíð mína en ég er ekkert á förum. Að sjálfsögðu mun ég gefa 100 prósent fyrir félagið eins og ég hef alltaf gert.

"Ég er búinn að vera hér í fimm ár og félagið hefur gefið mér mikið. Ég er sem fyrr hliðhollur félaginu og mun gefa 100 prósent eins og alltaf áður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×