Enski boltinn

Wenger finnur til með Benitez

Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, finnur til með Rafa Benitez, stjóra Chelsea, en sá síðarnefndi hefur ekki beint fengið góðar móttökur frá stuðningsmönnum Chelsea.

Þeir hafa eytt drjúgum tíma á heimaleikjum liðsins í að rakka niður stjórann sinn. Það virðist ekki fara vel í liðið sem hefur aðeins unnið tvo af sjö heimaleikjum sínum undir stjórn Benitez.

"Maður veit aldrei hversu mikil áhrif þessi stemning hefur á leikmenn. Það reynir á andlegan styrk leikmanna og er alls ekki auðvelt fyrir unga leikmenn," segir Wenger.

"Það er hluti af okkar starfi að takast á við ýmislegt neikvætt sem kemur utan frá en ég get staðfest að það er talsvert auðveldara að spila í jákvæðu umhverfi en neikvæðu.

"Ég finn til með öllum stjórum nema á leikdegi er ég spila gegn honum. Samúðin kemur svo aftur eftir leik. Benitez þarf að passa upp á sitt lið en það hjálpar vissulega ekki að fá neikvæða strauma úr stúkunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×