Vinnur Halldór til verðlauna á Vetrarólympíuleikunum 2014? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 14:46 Halldór Helgason sýnir hér tilþrif á snjóbrettinu sínu. Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010. Íþróttir Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Sjá meira
Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010.
Íþróttir Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Sjá meira