Enski boltinn

Einkafundir Di Canio að skila sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Johnson segir að nýi knattspyrnustjórinn Paolo Di Canio hafi komið með mikið sjálfstraust inn í leikmannahóp Sunderland og það hafi skilað sér í 3-0 sigri á nágrönnunum í Newcastle í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

„Stjórinn gefur öllum í liðinu aukið sjálfstraust," sagði Adam Johnson við Sky Sports en enski vængmaðurinn var meðal markaskorara í sigurleiknum á móti Newcastle. Það má sjá mörkin með því að smella hér fyrir ofan.

„Ég held að það sé ekki til betri leið til að vinna hug og hjörtu stuðningsmannanna en einmitt með að vinna Newcastle en þeir höfðu hvort sem er elskað hann á endanum. Það er ekki annað hægt en að heillast af ástríðu hans og ást hans á leiknum," sagði Adam Johnson.

„Hann talar við okkur alla einn á einn og hefur meðal talað við mig um uppsetningu liðsins og hversu mikilvægt sé að við höldum stöðunum. Það tókst vel á móti Newcastle og við nýttum okkur það. Newcastle réð ekkert við sóknirnar okkar," sagði Johnson.

„Það er ekki eins ógnvænlega að horfa á stigatöfluna núna en við ætlum að byggja á þessu og koma okkur alveg út úr fallbaráttunni. Það eru enn fimm leikir eftir og nóg af stigum í pottinum," sagði Johnson. Sunderland komst upp í 15. sæti með sigrinum á Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×