Enski boltinn

Markalaust í Lundúnum

Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal og Everton máttu sætta sig við markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði lið þurftu á þremur stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Everton byrjaði betur og þeir Steven Pienaar og Ross Barkley fengu ágæt færi fyrir gestina í fyrri hálfleik. Olivier Giroud fékk þó bestu færi leiksins fyrir Arsenal en náði ekki að nýta sér þau.

Arsenal er nú komið með 60 stig og er þriðja sæti deildarinnar. Everton er í sjötta sætinu með 56 stig en flest önnur lið í kringum þau eiga leik eða leiki til góða.

Fylgst var með leiknum í Boltavaktinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×