Enski boltinn

Liverpool segir Suarez ekki til sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, hefur enn og aftur ítrekað að félagið ætli sér ekki að selja sóknarmanninn Luis Suarez í sumar.

Suarez er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 22 mörk en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann muni mögulega fara í lok tímabilsins til þess að eiga möguleika á að spila í Meistaradeild Evrópu.

„Það þarf leikmenn eins og Steven Gerrard og Luis Suarez til að berjast á toppnum í enska og evrópska boltanum. Þess vegna viljum við alls ekki selja Suarez. Hann er ekki til sölu,“ sagði Ayre í samtali við Sports Illustrated.

Hann segir það einnig ekki samræmast stefnu eigenda félagsins að selja bestu leikmennina. „Við viljum byggja upp lið en halda samt áfram að vinna leiki. Til þess þarf að hafa nokkra heimsklassa leikmenn í liðinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×