Grjótagjá sögð vera gjörspillt og vanvirt 4. júní 2013 07:00 Mynd/Hörður Jónasson „Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira