Grjótagjá sögð vera gjörspillt og vanvirt 4. júní 2013 07:00 Mynd/Hörður Jónasson „Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent