Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 20:01 Yfir helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu segist bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnuninni var annars vegar mælt hversu mikið traust fólk ber til tiltekinna ráðherra og hins vegar hversu lítið. Vantraust til flestra ráðherra eykst talsvert á milli kannana. Flestir bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, eða fimmtíu og fimm prósent. Þegar síðasta sambærilega könnun var gerð í janúar gegndi flokkssystir hans Ásthildur Lóa Þórsdóttir embættinu. Á milli kannana og eftir ráðherraskiptin hefur vantraustið aukist tuttugu og þrjú prósent. Næstflestir bera lítið traust til Ingu Sæland, eða um helmingur og breytist það lítið milli kannana. Í þriðja sæti er Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með í kringum fjörutíu prósent. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra fylgir rétt á eftir, og því næst eru þeir Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, og Jóhann Páll umhverfisráðherra, sem öll mælast í kringum þrjátíu og fimm prósent. Forsætisráðherra í eftirsóttu botnsæti Aðrir ráðherrar Viðreisnar skipa sér í næstu sæti á eftir, eða þau Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Tæplega þrjátíu prósent segjast bera lítið traust til þeirra. Í líklega eftirsóttum botnsætum eru Alma Möller heilbrigðisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, en um fjórðungur ber lítið traust til þeirra. Röðin er nær alfarið öfug þegar litið er á hversu mikið traust fólk ber til ráðherranna. Kristrún og Alma eru á toppnum, og ráðherrar Viðreisnar fylgja á eftir. Traust til Daða Más eykst umtalsvert á milli kannana, eða um tuttugu og eitt prósent. Ráðherrar Flokks fólksins skipa sér aftur á móti í neðstu sætin. Könnun Maskínu fór fram dagana 8. til 15.október og voru svarendur 1.232 talsins. Skoðanakannanir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Flestir bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, eða fimmtíu og fimm prósent. Þegar síðasta sambærilega könnun var gerð í janúar gegndi flokkssystir hans Ásthildur Lóa Þórsdóttir embættinu. Á milli kannana og eftir ráðherraskiptin hefur vantraustið aukist tuttugu og þrjú prósent. Næstflestir bera lítið traust til Ingu Sæland, eða um helmingur og breytist það lítið milli kannana. Í þriðja sæti er Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með í kringum fjörutíu prósent. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra fylgir rétt á eftir, og því næst eru þeir Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, og Jóhann Páll umhverfisráðherra, sem öll mælast í kringum þrjátíu og fimm prósent. Forsætisráðherra í eftirsóttu botnsæti Aðrir ráðherrar Viðreisnar skipa sér í næstu sæti á eftir, eða þau Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Tæplega þrjátíu prósent segjast bera lítið traust til þeirra. Í líklega eftirsóttum botnsætum eru Alma Möller heilbrigðisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, en um fjórðungur ber lítið traust til þeirra. Röðin er nær alfarið öfug þegar litið er á hversu mikið traust fólk ber til ráðherranna. Kristrún og Alma eru á toppnum, og ráðherrar Viðreisnar fylgja á eftir. Traust til Daða Más eykst umtalsvert á milli kannana, eða um tuttugu og eitt prósent. Ráðherrar Flokks fólksins skipa sér aftur á móti í neðstu sætin. Könnun Maskínu fór fram dagana 8. til 15.október og voru svarendur 1.232 talsins.
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent