Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2025 17:01 Maðurinn var á siglingu um Patreksfjörð þegar hann skaut að drónanum. Vísir/Vilhelm Skipverji á fiskiskipi hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot, með því að hafa skotið þremur skotum að dróna Fiskistofu, sem notaður var við veiðieftirlit, í nóvember í fyrra. Greint var frá málinu í tilkynningu Fiskistofu, sem sinnir reglubundnu eftirliti á sviði fiskveiðistjórnunar og lax og silungsveiða, þann 26. nóvember í fyrra, daginn eftir atvikið. „Þegar skipverjar tóku eftir drónanum sveimandi yfir, fór einn þeirra inn í stýrishús skipsins og greip þar til skotvopns og skaut þremur skotum að drónanum frá skipinu. Eftirlitsmaður Fiskistofu kveikti á upptöku eftir að skoti hafði verið hleypt af og náði verknaðinum á myndband,“ sagði í tilkynningunni. Héraðssaksóknari hefur nú gefið út ákæru á hendur manninum, sem tekin verður fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða. Í ákærunni segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og brot gegn vopnalögum, með því að hafa haft í vörslum sínum Baikal IJ18 haglabyssu án þess að hafa skotvopnaleyfi og skotið úr henni, þar sem hann hafi verið staddur um borð í fiskiskipinu Agnari BA-125 úti á sjó á Patreksfirði. Hann hafi skotið í átt að ómönnuðu fjarstýrðu loftfari, eftirlitsdróna, sem starfsmaður Fiskistofu notaði við eftirlit með veiðum skipsins, og þannig ekki gætt fyllstu varúðar og með því leitast við að hindra framkvæmd starfa veiðieftirlitsmannsins. Brot hans teljist varða ákvæði hegningarlaga um brot gegn valdstjórninni, sem varðar allt að sex ára fangelsi, og vopnalaga, sem varða einnig allt að sex ára fangelsi. Vesturbyggð Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Greint var frá málinu í tilkynningu Fiskistofu, sem sinnir reglubundnu eftirliti á sviði fiskveiðistjórnunar og lax og silungsveiða, þann 26. nóvember í fyrra, daginn eftir atvikið. „Þegar skipverjar tóku eftir drónanum sveimandi yfir, fór einn þeirra inn í stýrishús skipsins og greip þar til skotvopns og skaut þremur skotum að drónanum frá skipinu. Eftirlitsmaður Fiskistofu kveikti á upptöku eftir að skoti hafði verið hleypt af og náði verknaðinum á myndband,“ sagði í tilkynningunni. Héraðssaksóknari hefur nú gefið út ákæru á hendur manninum, sem tekin verður fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða. Í ákærunni segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og brot gegn vopnalögum, með því að hafa haft í vörslum sínum Baikal IJ18 haglabyssu án þess að hafa skotvopnaleyfi og skotið úr henni, þar sem hann hafi verið staddur um borð í fiskiskipinu Agnari BA-125 úti á sjó á Patreksfirði. Hann hafi skotið í átt að ómönnuðu fjarstýrðu loftfari, eftirlitsdróna, sem starfsmaður Fiskistofu notaði við eftirlit með veiðum skipsins, og þannig ekki gætt fyllstu varúðar og með því leitast við að hindra framkvæmd starfa veiðieftirlitsmannsins. Brot hans teljist varða ákvæði hegningarlaga um brot gegn valdstjórninni, sem varðar allt að sex ára fangelsi, og vopnalaga, sem varða einnig allt að sex ára fangelsi.
Vesturbyggð Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira