Grjótagjá sögð vera gjörspillt og vanvirt 4. júní 2013 07:00 Mynd/Hörður Jónasson „Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
„Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira