Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Bjarki Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2025 19:12 Lögreglukonurnar störfuðu báðar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar áreitið hófst. Vísir/Vilhelm Lögreglukonur sem lentu í eltihrelli segja að halda þurfi betur utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. Sálfræðingur segir eltihrella geta haft gríðarleg áhrif á starfsgetu lögreglumanna. Í nýju tímariti Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna, stíga tvær lögreglukonur á höfuðborgarsvæðinu fram og opna sig um eltihrelli sem áreitti þær báðar árum saman. Fyrri konan losaði manninn eitt sinn úr klefa á Hverfisgötu en hann var þar tíður gestur, glímdi bæði við fíkni- og geðrænan vanda. Myrti ættingja sinn Hann fékk konuna á heilann og fór að segja fólki að hún væri eiginkona hans. Áreitið náði vissu hámarki þegar hann hringdi í Neyðarlínuna og sagðist ætla að drepa eiginmann hennar. Eftir að hafa áreitt hana í nokkur ár hóf hann að áreita aðra lögreglukonu sem var fyrst á vettvang í útkall vegna mannsins. Hann hóf að hrella hana, og hóta henni og fjölskyldu hennar. Þetta ástand varði árum saman, í raun þar til maðurinn var handtekinn einn daginn, grunaður um morð á nákomnum ættingja sínum. Hann var síðar dæmdur fyrir morðið og vistaður á réttargeðdeild. Flókin staða fyrir fórnarlömbin Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur sem starfar hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, segir sér hafa brugðið við að lesa frásagnir kvennanna. „Það er auðvitað þannig með lögreglumenn, að þó áhrif eltihrellis séu þau sömu á almenning og lögregluna, þá eru þeir í því hlutverki að koma og veita öðrum stuðning og öryggistilfinningu. Þannig að standa í þeirri stöðu að þurfa að bregðast við þessu, það er alltaf öllu flóknara,“ segir Ólafur. Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur og forstöðumaður hjá Ríkislögreglustjóra.Vísir/Lýður Valberg Þarf að efla stuðning Konurnar vilja að betur sé haldið utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. „Almennt þarf efla þessar öryggisráðstafanir fyrir fólk sem sætir þessu alvarlegu áreiti. Efla stuðning við þá sem verða fyrir slíku,“ segir Ólafur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Í nýju tímariti Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna, stíga tvær lögreglukonur á höfuðborgarsvæðinu fram og opna sig um eltihrelli sem áreitti þær báðar árum saman. Fyrri konan losaði manninn eitt sinn úr klefa á Hverfisgötu en hann var þar tíður gestur, glímdi bæði við fíkni- og geðrænan vanda. Myrti ættingja sinn Hann fékk konuna á heilann og fór að segja fólki að hún væri eiginkona hans. Áreitið náði vissu hámarki þegar hann hringdi í Neyðarlínuna og sagðist ætla að drepa eiginmann hennar. Eftir að hafa áreitt hana í nokkur ár hóf hann að áreita aðra lögreglukonu sem var fyrst á vettvang í útkall vegna mannsins. Hann hóf að hrella hana, og hóta henni og fjölskyldu hennar. Þetta ástand varði árum saman, í raun þar til maðurinn var handtekinn einn daginn, grunaður um morð á nákomnum ættingja sínum. Hann var síðar dæmdur fyrir morðið og vistaður á réttargeðdeild. Flókin staða fyrir fórnarlömbin Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur sem starfar hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, segir sér hafa brugðið við að lesa frásagnir kvennanna. „Það er auðvitað þannig með lögreglumenn, að þó áhrif eltihrellis séu þau sömu á almenning og lögregluna, þá eru þeir í því hlutverki að koma og veita öðrum stuðning og öryggistilfinningu. Þannig að standa í þeirri stöðu að þurfa að bregðast við þessu, það er alltaf öllu flóknara,“ segir Ólafur. Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur og forstöðumaður hjá Ríkislögreglustjóra.Vísir/Lýður Valberg Þarf að efla stuðning Konurnar vilja að betur sé haldið utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. „Almennt þarf efla þessar öryggisráðstafanir fyrir fólk sem sætir þessu alvarlegu áreiti. Efla stuðning við þá sem verða fyrir slíku,“ segir Ólafur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira