Fótbolti

Eiður Smári lagði upp mark í mikilvægum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp fjórða og síðasta markið í 4-2 útisigri Club Brugge á

Standard Liège í úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Eiður Smári kom inn á sem varamaður þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum og staðan var 3-2 fyrir Club Brugge. Það tók okkar mann aðeins mínútu að leggja upp mark fyrir Víctor Vázquez sem í raun innsiglaði með því sigur Club Brugge í þessum mikilvæga leik í baráttunni um belgíska meistaratitilinn.

Maxime Lestienne (6. mínúta), Óscar Duarte (31. mínúta) og Carlos Bacca (45. mínúta) komu Club Brugge í 3-0 í fyrri hálfleik en Standard Liège tókst að minnka muninn í 3-2.

Sigurinn kemur Club Brugge í efsta sætið, einu stigi á undan Anderlecht. Anderlecht-liðið á þó leik inni og getur því náð efsta sætinu á ný með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×