Íslenski boltinn

Miðar í boði á stórleikinn á Vodafone-vellinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá leik á Vodafone-vellinum í sumar
Frá leik á Vodafone-vellinum í sumar Mynd / Vilhelm
Íþróttadeild Vísis býður heppnum lesendum sínum á stórleik Vals og Breiðabliks í 19. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Í Laugardalnum sækja Eyjamenn heim Framara og lesendur Vísis geta einnig tryggt sér miða á þann leik. Sjá hér.

Leikur Vals og Breiðabliks fer fram á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda og hefst klukkan 17.30. Þarna mætast liðin í fjórða og fimmta sæti og geta Valsmenn með sigri fært sig nær Blikunum.

Fylgjendur Íþróttadeildar Vísis á Facebook geta nælt sér í ókeypis miða á leikinn. Það eina sem þarf að gera er að gerast fylgjandi á Fésbókinni og láta þess getið að viðkomandi hafi áhuga á miðum.

Facebook-síðu Íþróttadeildar Vísis má nálgast hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×