Íslenski boltinn

Fyrsti leikmaðurinn sem fær dóm vegna Twitter

Jón Kári Eldon.
Jón Kári Eldon.
Jón Kári Eldon, leikmaður KV, skráði sig í sögubækurnar í dag en hann varð þá fyrsti knattspyrnumaðurinn á Íslandi sem fær dóm vegna ummæla á Twitter-samskiptasíðunni.

Þetta er annar Twitter-dómurinn sem fellur hjá KSÍ en Víkingur var áður sektað vegna ummæla Heimis Gunnlaugssonar, varaformanns knattspyrnudeildar Víkings, á síðunni.

Félag Jóns Kára, KV. var sektað um 25 þúsund krónur vegna skrifa Jóns Kára á Twitter eftir leik KV og Njarðvíkur. Jóni Kára var mikið niðri fyrir eftir leik og hann skrifaði þá eftirfarandi:

Ætli KSÍ hafi fagnað að við töpuðum tveimur stigum í kvöld ? #ThingsToPonderAtNight

"Honey I'm home, heyrðu á ég að segja þér svolítið skemmtilegt ástin mín, ég ákvað að eyðileggja fótboltaleik í kvöld"

"En flott hjá þér, ert svo góður dómari! Færðu ekki örugglega köku upp í KSÍ á morgun?"

"Jú þeir voru búnir að lofa mér gulrótarköku og allt"

"En þú heppinn! Þú átt það svo sannarlega skilið"

"Játs, ég var ýkt flottur! Elska að dæma og eyðileggja leiki"

"En langar þig ekkert að prófa að vera í aukahlutverki og láta fara sem minnst fyrir þér þegar þú ert að dæma?"

"Uuu leyf mér að hugsa... uuu nei! Skilaboðin frá KZÍ eru að við eigum að eyðileggja leiki"

"Nú jæja, þú heldur bara þá áfram á sömu braut. Hlýtur að fá nóg af kökum sem eftir lifir sumars"

"Játs, en hey nenniru að lesa vögguvísu fyrir mig?"

"Já, viltu að ég lesi uppúr Dómarahandbók KZí?"

"Oj nei, þurfum ekkert að fara eftir þessum reglum hvorteðer, gerum bara eitthvað einsog í kvöld. Maður fær líka svo góðar kökur fyrir."

"Jæja þá dómarinn minn, farðu nú að sofa. Hérna er snuðið þitt"

Same shit, different toilet.

Það var álit Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að þessu ummæli Jóns Kára væru óviðeigandi og að leikmaðurinn hefði skaðað ímynd íslenskrar knattspyrnu með þeim.

Jón Kári vildi ekki tjá sig um málið við Vísi í dag. Hann svaraði dómnum á Twitter með því að birta mynd af gulrótarköku.

Gulrótarkakan hans Jóns Kára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×