Innlent

Vegur lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sjúkrabílar voru sendir á slysstað.
Sjúkrabílar voru sendir á slysstað. Mynd úr safni
Suðurlandsvegur er lokaður við Strandaraafleggjara og Skaftártunguafleggjara vegna alvarlegs umferðarslyss, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Hvolsvelli.

Umferð er beint um Meðalandsveg og Landbrot. Vegurinn verður lokaður um óákveðinn tíma.

Aðstoð hefur verið send á staðinn en ekki er fleira vitað um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×