Himneskt í Eyjum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2013 17:22 Gríðarlega góð stemning var í Eyjum í gær og skemmtu 13 þúsund manns á öllum aldri sér saman í Dalnum. Dagskráin var þéttskipuð stórum nöfnum og stigu á svið menn á borð við Ásgeir Trausta, Unnsteinn og félagar í Retro Stefson, Gus Gus, Sálin og Ingó og Veðurguðirnir. Flugeldasýningin þótti einstaklega vegleg í ár. Sjá má fjöldann allan af myndum í myndasafninu hér að ofan. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari Retro Stefson, spilaði fyrir troðfullan dalinn í gær og sagði það hafa verið mjög gaman. „Við vorum að spila þarna í fyrsta sinn. Sjálfur var ég meira að segja bara að koma til Vestmannaeyja í annað sinn.“ Hann sagðist ekki hafa hitt marga Þjóðhátíðargesta sökum vinnuskipulags hljómsveitarinnar. „Við komum, spiluðum og fórum,“ útskýrir hann en sagðist þó hafa náð að sjá hljómsveitina Gus Gus stíga á stokk. „Það sem var ólíkt við að spila á Þjóðhátíð og á festivölum úti í heimi er að úti þekkir fólk kannski eitt til tvö lög. Í Eyjum þekktu áhorfendur öll lögin og sungu með allan tímann.“ Haraldur Ari Stefánsson, sem er búsettur í London og stundar þar leiklistarnám, slóst í för með hljómsveitinni á nýjan leik eftir stutta pásu. „Það var mjög gaman að hafa Harald með aftur. Við verðum miklu meira rappgengi á stórum sviðum.“ Retro Stefson spila á balli á Mýrarboltanum sem haldinn er á Ísafirði í kvöld.„Það var himneskt í Eyjum,“ segir rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson en hann steig á svið á föstudagskvöldi með Rottweiler-hundum. „Það gekk vel að spila. Við dönsuðum og dilluðum okkur,“ segir hann. „Þetta gekk eins og í draugasögu.“ Bent segist vera mikill landshornaflakkari og var hann kominn á Ísafjörð þegar Vísir náði af honum tali. „Það er skemmtilegra fólk hér á Ísafirði en það var eiginlega betra í Eyjum. Þar var mun betra veður, það er frekar leiðinlegt veður hér.“ Hann segir ekki mikla ölvun hafa verið í Dalnum. „Það er ekki hægt að vera of fullur, rétt eins og það er ekki hægt að vera of massaður eða of tanaður.“ Skemmtunin heldur áfram í kvöld. Verður Vísir með beina útsendingu frá Brekkusöngnum undir forystu Ingólfs Þórarinssonar. Búist er við að 15 þúsund manns láti sjá sig í Dalnum í kvöld. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Gríðarlega góð stemning var í Eyjum í gær og skemmtu 13 þúsund manns á öllum aldri sér saman í Dalnum. Dagskráin var þéttskipuð stórum nöfnum og stigu á svið menn á borð við Ásgeir Trausta, Unnsteinn og félagar í Retro Stefson, Gus Gus, Sálin og Ingó og Veðurguðirnir. Flugeldasýningin þótti einstaklega vegleg í ár. Sjá má fjöldann allan af myndum í myndasafninu hér að ofan. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari Retro Stefson, spilaði fyrir troðfullan dalinn í gær og sagði það hafa verið mjög gaman. „Við vorum að spila þarna í fyrsta sinn. Sjálfur var ég meira að segja bara að koma til Vestmannaeyja í annað sinn.“ Hann sagðist ekki hafa hitt marga Þjóðhátíðargesta sökum vinnuskipulags hljómsveitarinnar. „Við komum, spiluðum og fórum,“ útskýrir hann en sagðist þó hafa náð að sjá hljómsveitina Gus Gus stíga á stokk. „Það sem var ólíkt við að spila á Þjóðhátíð og á festivölum úti í heimi er að úti þekkir fólk kannski eitt til tvö lög. Í Eyjum þekktu áhorfendur öll lögin og sungu með allan tímann.“ Haraldur Ari Stefánsson, sem er búsettur í London og stundar þar leiklistarnám, slóst í för með hljómsveitinni á nýjan leik eftir stutta pásu. „Það var mjög gaman að hafa Harald með aftur. Við verðum miklu meira rappgengi á stórum sviðum.“ Retro Stefson spila á balli á Mýrarboltanum sem haldinn er á Ísafirði í kvöld.„Það var himneskt í Eyjum,“ segir rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson en hann steig á svið á föstudagskvöldi með Rottweiler-hundum. „Það gekk vel að spila. Við dönsuðum og dilluðum okkur,“ segir hann. „Þetta gekk eins og í draugasögu.“ Bent segist vera mikill landshornaflakkari og var hann kominn á Ísafjörð þegar Vísir náði af honum tali. „Það er skemmtilegra fólk hér á Ísafirði en það var eiginlega betra í Eyjum. Þar var mun betra veður, það er frekar leiðinlegt veður hér.“ Hann segir ekki mikla ölvun hafa verið í Dalnum. „Það er ekki hægt að vera of fullur, rétt eins og það er ekki hægt að vera of massaður eða of tanaður.“ Skemmtunin heldur áfram í kvöld. Verður Vísir með beina útsendingu frá Brekkusöngnum undir forystu Ingólfs Þórarinssonar. Búist er við að 15 þúsund manns láti sjá sig í Dalnum í kvöld.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira