Himneskt í Eyjum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2013 17:22 Gríðarlega góð stemning var í Eyjum í gær og skemmtu 13 þúsund manns á öllum aldri sér saman í Dalnum. Dagskráin var þéttskipuð stórum nöfnum og stigu á svið menn á borð við Ásgeir Trausta, Unnsteinn og félagar í Retro Stefson, Gus Gus, Sálin og Ingó og Veðurguðirnir. Flugeldasýningin þótti einstaklega vegleg í ár. Sjá má fjöldann allan af myndum í myndasafninu hér að ofan. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari Retro Stefson, spilaði fyrir troðfullan dalinn í gær og sagði það hafa verið mjög gaman. „Við vorum að spila þarna í fyrsta sinn. Sjálfur var ég meira að segja bara að koma til Vestmannaeyja í annað sinn.“ Hann sagðist ekki hafa hitt marga Þjóðhátíðargesta sökum vinnuskipulags hljómsveitarinnar. „Við komum, spiluðum og fórum,“ útskýrir hann en sagðist þó hafa náð að sjá hljómsveitina Gus Gus stíga á stokk. „Það sem var ólíkt við að spila á Þjóðhátíð og á festivölum úti í heimi er að úti þekkir fólk kannski eitt til tvö lög. Í Eyjum þekktu áhorfendur öll lögin og sungu með allan tímann.“ Haraldur Ari Stefánsson, sem er búsettur í London og stundar þar leiklistarnám, slóst í för með hljómsveitinni á nýjan leik eftir stutta pásu. „Það var mjög gaman að hafa Harald með aftur. Við verðum miklu meira rappgengi á stórum sviðum.“ Retro Stefson spila á balli á Mýrarboltanum sem haldinn er á Ísafirði í kvöld.„Það var himneskt í Eyjum,“ segir rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson en hann steig á svið á föstudagskvöldi með Rottweiler-hundum. „Það gekk vel að spila. Við dönsuðum og dilluðum okkur,“ segir hann. „Þetta gekk eins og í draugasögu.“ Bent segist vera mikill landshornaflakkari og var hann kominn á Ísafjörð þegar Vísir náði af honum tali. „Það er skemmtilegra fólk hér á Ísafirði en það var eiginlega betra í Eyjum. Þar var mun betra veður, það er frekar leiðinlegt veður hér.“ Hann segir ekki mikla ölvun hafa verið í Dalnum. „Það er ekki hægt að vera of fullur, rétt eins og það er ekki hægt að vera of massaður eða of tanaður.“ Skemmtunin heldur áfram í kvöld. Verður Vísir með beina útsendingu frá Brekkusöngnum undir forystu Ingólfs Þórarinssonar. Búist er við að 15 þúsund manns láti sjá sig í Dalnum í kvöld. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Gríðarlega góð stemning var í Eyjum í gær og skemmtu 13 þúsund manns á öllum aldri sér saman í Dalnum. Dagskráin var þéttskipuð stórum nöfnum og stigu á svið menn á borð við Ásgeir Trausta, Unnsteinn og félagar í Retro Stefson, Gus Gus, Sálin og Ingó og Veðurguðirnir. Flugeldasýningin þótti einstaklega vegleg í ár. Sjá má fjöldann allan af myndum í myndasafninu hér að ofan. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari Retro Stefson, spilaði fyrir troðfullan dalinn í gær og sagði það hafa verið mjög gaman. „Við vorum að spila þarna í fyrsta sinn. Sjálfur var ég meira að segja bara að koma til Vestmannaeyja í annað sinn.“ Hann sagðist ekki hafa hitt marga Þjóðhátíðargesta sökum vinnuskipulags hljómsveitarinnar. „Við komum, spiluðum og fórum,“ útskýrir hann en sagðist þó hafa náð að sjá hljómsveitina Gus Gus stíga á stokk. „Það sem var ólíkt við að spila á Þjóðhátíð og á festivölum úti í heimi er að úti þekkir fólk kannski eitt til tvö lög. Í Eyjum þekktu áhorfendur öll lögin og sungu með allan tímann.“ Haraldur Ari Stefánsson, sem er búsettur í London og stundar þar leiklistarnám, slóst í för með hljómsveitinni á nýjan leik eftir stutta pásu. „Það var mjög gaman að hafa Harald með aftur. Við verðum miklu meira rappgengi á stórum sviðum.“ Retro Stefson spila á balli á Mýrarboltanum sem haldinn er á Ísafirði í kvöld.„Það var himneskt í Eyjum,“ segir rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson en hann steig á svið á föstudagskvöldi með Rottweiler-hundum. „Það gekk vel að spila. Við dönsuðum og dilluðum okkur,“ segir hann. „Þetta gekk eins og í draugasögu.“ Bent segist vera mikill landshornaflakkari og var hann kominn á Ísafjörð þegar Vísir náði af honum tali. „Það er skemmtilegra fólk hér á Ísafirði en það var eiginlega betra í Eyjum. Þar var mun betra veður, það er frekar leiðinlegt veður hér.“ Hann segir ekki mikla ölvun hafa verið í Dalnum. „Það er ekki hægt að vera of fullur, rétt eins og það er ekki hægt að vera of massaður eða of tanaður.“ Skemmtunin heldur áfram í kvöld. Verður Vísir með beina útsendingu frá Brekkusöngnum undir forystu Ingólfs Þórarinssonar. Búist er við að 15 þúsund manns láti sjá sig í Dalnum í kvöld.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira