Sendu KR-ingum löngutöng Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2013 14:11 Jónas Ýmir, í blárri peysu yfir FH-treyju sinni, ásamt FH-ingum í stúkunni. Mynd/Eva Björk Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Myndin hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Myndin að ofan var tekin af stuðningsmönnum FH í þann mund sem KR-ingar gerðu breytingu á sínu liði á 86. mínútu. Sóknarmaðurinn Gary Martin kom af velli og Emil Atlason, uppalinn FH-ingur, kom inn á í hans stað. „Þessu var beint að Gary Martin. Ég öskraði líka og spurði hvort hann væri ítalskur vegna leikrænu tilburðanna. Á sama tíma var ég að gefa fokkmerki," segir Jónas Ýmir Jónasson stuðningsmaður FH. Hann rekur ekki minni til þess að hafa sýnt leikmönnum andstæðingsins löngutöng áður á kappleik. Hann viðurkennir þó að hafa gert það tvisvar í stórleik gærkvöldsins. „Svo ég sé alveg hreinskilinn gerði ég það tvisvar. Upphaflega hélt ég að myndin væri af því þegar Bjarna Guðjónssyni var skipt útaf," segir Jónas Ýmir. Hann hafi svo áttað sig á því að umrædd mynd hefði verið tekin síðar í leiknum. „Ég bað Gary Martin afsökunar á Twitter strax eftir leik," segir Jónas Ýmir. Hann hafi ekki vitað af umræddri mynd á þeim tímapunkti en sér hafi blöskrað þegar hann sá myndina. Í texta við myndina kom fram að hegðun FH-inga hefði átt sér stað þegar Emil Atlason kom inn á. Úr því mátti lesa að Emil hefði fengið slæmar móttökur á sínum gamla heimavelli. „Ég er rosalega sár að Eva „taggaði" Emil Atlason og Örvar Þór Guðmundsson við myndina. Örvar er mesti Liverpool og FH hatursmaður í heimi. Það sýnir tilgang hennar með myndinni," segir Jónas Ými. Hann myndi aldrei hegða sér svona gagnvart Emil Atlasyni eða öðrum FH-ingi. „Ég spurði líka Bjarna Guðjóns hvort hann ætti ekki að fara í leiklist því hann hefði svo mikinn frítíma. Hann bara blikkaði mig og brosti," segir Jónas. Þá hafi Gary Martin hlegið og tekið vel í afsökunarbeiðni sína. Jónas Ýmir segir að umrætt atvik hafi staðið yfir í tíu sekúndur. Annars hafi hann farið fyrir stuðningssöngum FH-inga en minni áhersla hafi verið lögð á myndir af þeim augnablikum. Þá sé ljósmyndarinn Eva Björk stuðningsmaður Hauka sem hafi sitt að segja. Eva Björk segir í samtali við Vísi að það hafi verið sín mistök að láta myndina ekki einfaldlega dæma sig sjálfa. „Það hallar ekki á neinn á mínum myndum. Ef ég hefði orðið vitni að þessu hjá stuðningsmönnum KR hefði ég líka tekið mynd. Það gildir reyndar um hvaða lið sem er," segir Eva Björk. Hún minnir á að annar stuðningsmaður FH-inga, Rósmundur Magnússon, sem haldi uppi vörnum fyrir Jónas Ými á samskiptavefjum líkt og fleiri FH-ingar, hafi notast við myndir á stuðningssíðu félagsins sem hún tók eftir sigurleik FH á Haukum í handboltanum í vetur. Þar hafi FH-ingar verið sigri hrósandi en Haukamenn falið hausinn undir treyjum sínum. Myndina má sjá hér að neðan. Hún sem ljósmyndari fangi augnablikin óháð því hvaða lið, leikmenn eða, í þessu tilfelli, stuðningsmenn eigi í hlut. FH-ingar fagna sigri á Haukum að Ásvöllum í febrúar. Haukar ganga svekktir af velli.Mynd/Eva Björk „Ég er fyrst og fremst fréttamaður en ekki stuðningsmaður," segir Eva. Hún segir hins vegar að það hafi verið klár mistök af sinni hálfu að birta texta við myndina og „tagga" Emil og Örvar Þór. Hún sjái eftir því. Textann hafi hún fengið að láni frá vinkonu sinni á Facebook sem fylgdist með gangi mála í stúkunni. „Ég hefði átt að láta myndina dæma sig sjálfa. Ég mun gera það í framtíðinni," segir Eva. Hún viðurkennir að sér hafi verið misboðið í umræddu atviki. „Mér misbauð að þeir væru að haga sér svona innan um börn," segir Eva Björk. Hún segist einnig í uppnámi vegna viðbragða sem hún hefur fengið á samfélagsmiðlum. Bæði hafi hún fengið mikið hrós fyrir myndina en svo hafa aðrir farið mikinn og sagt hana vera með skítlegt eðli án þess að þekkja hana persónulega. Það eiga þau Jónas Ýmir sameiginlegt, þó þau séu á öndverðri skoðun, að ummæli á samfélagsmiðlunum geti verið særandi. Jónas Ýmir segir ýmislegt hafa breyst undanfarin ár með samfélagsmiðlunum. Ýmislegt hafi verið sagt í stúkunni í gegnum árin og þar hafi leikmenn á borð við Bjarna Guðjónsson og Garðar Bergmann Gunnlaugsson fengið að heyra ýmislegt. „Þetta er orðinn allt annar heimur með þessum miðlum í dag. Mér finnst að menn megi alveg tjá sig á leikjum og svo er það búið," segir Jónas Ýmir. Hann hefur lýst FH-leikjum í útvarpi í sumar og verður í eldlínunni þegar FH sækir Víking Ólafsvík heim í næstu umferð. En ætli langatöng fari oftar á loft í sumar? „Ég hef sett mér það markmið að puttinn fari á loft í hverjum einasta leik, í góðlátlegu gríni," segir Jónas Ýmir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Myndin hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Myndin að ofan var tekin af stuðningsmönnum FH í þann mund sem KR-ingar gerðu breytingu á sínu liði á 86. mínútu. Sóknarmaðurinn Gary Martin kom af velli og Emil Atlason, uppalinn FH-ingur, kom inn á í hans stað. „Þessu var beint að Gary Martin. Ég öskraði líka og spurði hvort hann væri ítalskur vegna leikrænu tilburðanna. Á sama tíma var ég að gefa fokkmerki," segir Jónas Ýmir Jónasson stuðningsmaður FH. Hann rekur ekki minni til þess að hafa sýnt leikmönnum andstæðingsins löngutöng áður á kappleik. Hann viðurkennir þó að hafa gert það tvisvar í stórleik gærkvöldsins. „Svo ég sé alveg hreinskilinn gerði ég það tvisvar. Upphaflega hélt ég að myndin væri af því þegar Bjarna Guðjónssyni var skipt útaf," segir Jónas Ýmir. Hann hafi svo áttað sig á því að umrædd mynd hefði verið tekin síðar í leiknum. „Ég bað Gary Martin afsökunar á Twitter strax eftir leik," segir Jónas Ýmir. Hann hafi ekki vitað af umræddri mynd á þeim tímapunkti en sér hafi blöskrað þegar hann sá myndina. Í texta við myndina kom fram að hegðun FH-inga hefði átt sér stað þegar Emil Atlason kom inn á. Úr því mátti lesa að Emil hefði fengið slæmar móttökur á sínum gamla heimavelli. „Ég er rosalega sár að Eva „taggaði" Emil Atlason og Örvar Þór Guðmundsson við myndina. Örvar er mesti Liverpool og FH hatursmaður í heimi. Það sýnir tilgang hennar með myndinni," segir Jónas Ými. Hann myndi aldrei hegða sér svona gagnvart Emil Atlasyni eða öðrum FH-ingi. „Ég spurði líka Bjarna Guðjóns hvort hann ætti ekki að fara í leiklist því hann hefði svo mikinn frítíma. Hann bara blikkaði mig og brosti," segir Jónas. Þá hafi Gary Martin hlegið og tekið vel í afsökunarbeiðni sína. Jónas Ýmir segir að umrætt atvik hafi staðið yfir í tíu sekúndur. Annars hafi hann farið fyrir stuðningssöngum FH-inga en minni áhersla hafi verið lögð á myndir af þeim augnablikum. Þá sé ljósmyndarinn Eva Björk stuðningsmaður Hauka sem hafi sitt að segja. Eva Björk segir í samtali við Vísi að það hafi verið sín mistök að láta myndina ekki einfaldlega dæma sig sjálfa. „Það hallar ekki á neinn á mínum myndum. Ef ég hefði orðið vitni að þessu hjá stuðningsmönnum KR hefði ég líka tekið mynd. Það gildir reyndar um hvaða lið sem er," segir Eva Björk. Hún minnir á að annar stuðningsmaður FH-inga, Rósmundur Magnússon, sem haldi uppi vörnum fyrir Jónas Ými á samskiptavefjum líkt og fleiri FH-ingar, hafi notast við myndir á stuðningssíðu félagsins sem hún tók eftir sigurleik FH á Haukum í handboltanum í vetur. Þar hafi FH-ingar verið sigri hrósandi en Haukamenn falið hausinn undir treyjum sínum. Myndina má sjá hér að neðan. Hún sem ljósmyndari fangi augnablikin óháð því hvaða lið, leikmenn eða, í þessu tilfelli, stuðningsmenn eigi í hlut. FH-ingar fagna sigri á Haukum að Ásvöllum í febrúar. Haukar ganga svekktir af velli.Mynd/Eva Björk „Ég er fyrst og fremst fréttamaður en ekki stuðningsmaður," segir Eva. Hún segir hins vegar að það hafi verið klár mistök af sinni hálfu að birta texta við myndina og „tagga" Emil og Örvar Þór. Hún sjái eftir því. Textann hafi hún fengið að láni frá vinkonu sinni á Facebook sem fylgdist með gangi mála í stúkunni. „Ég hefði átt að láta myndina dæma sig sjálfa. Ég mun gera það í framtíðinni," segir Eva. Hún viðurkennir að sér hafi verið misboðið í umræddu atviki. „Mér misbauð að þeir væru að haga sér svona innan um börn," segir Eva Björk. Hún segist einnig í uppnámi vegna viðbragða sem hún hefur fengið á samfélagsmiðlum. Bæði hafi hún fengið mikið hrós fyrir myndina en svo hafa aðrir farið mikinn og sagt hana vera með skítlegt eðli án þess að þekkja hana persónulega. Það eiga þau Jónas Ýmir sameiginlegt, þó þau séu á öndverðri skoðun, að ummæli á samfélagsmiðlunum geti verið særandi. Jónas Ýmir segir ýmislegt hafa breyst undanfarin ár með samfélagsmiðlunum. Ýmislegt hafi verið sagt í stúkunni í gegnum árin og þar hafi leikmenn á borð við Bjarna Guðjónsson og Garðar Bergmann Gunnlaugsson fengið að heyra ýmislegt. „Þetta er orðinn allt annar heimur með þessum miðlum í dag. Mér finnst að menn megi alveg tjá sig á leikjum og svo er það búið," segir Jónas Ýmir. Hann hefur lýst FH-leikjum í útvarpi í sumar og verður í eldlínunni þegar FH sækir Víking Ólafsvík heim í næstu umferð. En ætli langatöng fari oftar á loft í sumar? „Ég hef sett mér það markmið að puttinn fari á loft í hverjum einasta leik, í góðlátlegu gríni," segir Jónas Ýmir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira