Innlent

Maðurinn enn ófundinn

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
MYND/ÚR SAFNI

Maðurinn sem féll í Hjaltadalsá í Hjaltadal klukkan hálf tvö dag er enn ófundinn. Björgunarsveitir hafa leitað hans síðan þeim voru kallaðar út um þrjú leytið.

Rúmlega 70 manns leita nú mannsins og búið er að kalla út allt tiltækt björgunarsveitarfólk á svæðunum í kring. Leitað er með bátum, kajökum og gönguhópum björgunarsveita auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir svæðið.

Hjaltadalsá er í miklum vexti þessa stunduna og er mórauð að lit. Því eru leitaraðstæður mjög erfiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×