Innlent

Funda um Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun, stærsta virkjun sinnar tegundar í heiminum, framleiðir nú 30 megavöttum minna en um áramót.
Hellisheiðarvirkjun, stærsta virkjun sinnar tegundar í heiminum, framleiðir nú 30 megavöttum minna en um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar Umhverfis- og Samgöngunefndar og Atvinnuveganefndar á morgun til þess að ræða stöðu Hellisheiðarvirkjunar en upplýst var um það í Fréttablaðinu í gær að orkuframleiðsla virkjunarinnar væri langt undir væntingum.

Það voru þingmenn Vinstri grænna í nefndunum sem óskuðu eftir fundinum, sem verður í fyrramálið og opinn fjölmiðlum.

Á fundinn mæta gestir frá Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og íslenskum orkurannsóknum auk þess sem fyrrverandi forstjórar Orkuveitunnar, þeir Guðmundur Þóroddsson og Guðlaugur Sverrisson koma fyrir nefndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×