Fótbolti

Íslenska liðið búið að skora langflest mörk á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar í gær.
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar í gær. Mynd/Valli
Íslenska landsliðið bætti í gær fjórum útimörkum við þau fjögur sem liðið var búið að skora í fyrstu þremur útileikjum sínum í undankeppni HM þegar strákarnir okkar komu til baka og náðu 4-4 jafntefli á móti toppliði Sviss í Bern.

Íslenska liðið hefur nú skorað þremur útimörkum fleiri en næstu lið í riðlinum sem eru Noregur og Slóvenía. Íslenska liðið náði ekki að skora í fyrsta útileiknum á Kýpur og hefur því skoraði þessi átta mörk í síðustu þremur útileikjum.

Íslenska liðið er einnig ásamt Sviss það lið í riðlinum sem hefur náð í flest stig í útileikjum sínum en þau eru nú orðin sjö talsins.  Íslensku strákarnir unnu bæði í Albaníu og Slóveníu og náðu svo í eitt stig í Sviss í gær.

Flest mörk á útivelli í E-riðli:

8 - Ísland

5 - Noregur

5 - Slóvenía

4 - Sviss

2 - Kýpur

1 - Albanía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×