Enski boltinn

22 milljarðar fyrir nafnið á æfingasvæðinu

Ljósmyndarar fylgjast með leikmönnum United á æfingu á Carrington-æfingasvæðinu sem brátt verður kennt við Aon.
Ljósmyndarar fylgjast með leikmönnum United á æfingu á Carrington-æfingasvæðinu sem brátt verður kennt við Aon. Nordicphotos/AFP
Manchester United og tryggingafyrirtækið Aon hafa gert með sér átta ára samning sem tryggir enska félaginu 120 milljónir punda yfir átta ára tímabil.

BBC segir frá því að samningurinn, sem tekur gildi í sumar, sé 15 milljóna punda virði á ári eða jafnvirði um 2,7 milljarða króna.

Með samkomulaginu tryggir Aon sér nafnarétt á æfingasvæði United sem áður hefur verið kennt við Carrington þorpið í útjarðri Manchester-borgar. Auk þess fær liðið merki sitt á æfingabúninga félagsins.

Aon verður einnig sérstaklega sýnilegt á ferðum United í Asíu. Rauðu djöflarnir hafa verið duglegir að fara til álfunnar á sumrin í æfingaferðum sínum. Þar njóta þeir mikilla vinsælda og hafa miklar tekjur m.a. upp úr treyjusölu í álfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×