Þegar United tapaði fyrir Liverpool 1-0 á dögunum setti Usain Bolt myndband inn á samskiptamiðilinn Instagram þar sem hann biðlaði til David Moyes um að fá sér skapandi miðjumann. Daginn eftir var Marouane Fellaini keyptur til félagsins frá Everton.
„Ég sá að við vorum ekki nægilega sterkir á miðjunni og lét áhyggjur mínar í ljós,“ sagði Bolt.
„Ég er nokkuð viss um að Moyes hafi séð myndbandið og því klárað kaupin.“