Frægðarför til Ungverjalands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2013 10:42 Íslenska liðið sem lagði Spán í undankeppni EM 1992 tæpu ári áður. Frá vinstri: Sigurður Jónsson, Guðni Bergsson, Sigurður Grétarsson, Ásgeir Elíasson þjálfari, Hörður Magnússon, Hlynur Stefánsson, Lárus Loftsson og Andri Marteinsson. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana á föstudaginn. Íslendingar hafa ekki oft sótt gull í greipar þjóða í Austur-Evrópu. Það voru fáir sem reiknuðu með sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er liðið sótti Ungverja heim 3. júní 1992 í 5. riðli í undankeppni HM 1994. Íslenska liðið var í riðli með Rússum, Grikkjum, Ungverjum og Lúxemborg. Liðið hafði tapað 1-0 gegn Grikkjum í fyrsta leiknum í riðlinum og Ungverjar voru í þriðja styrkleikaflokki en Ísland í þeim fimmta. Þetta var fyrsta heila undankeppnin sem íslenska liðið lék í undir stjórn Ásgeirs heitins Elíassonar. Ungverjar blésu til stórsóknar og komust yfir snemma leiks. Þegar gengið var til búningsherbergja var fátt sem benti til annars en að íslenska liðið yrði stigalaust að loknum fyrstu tveimur leikjum sínum. Eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik hafði Ísland jafnað metin. Sigurður fyrirliði Grétarsson, þáverandi leikmaður Grasshopper í Sviss, sendi þá frábæra sendingu inn á Þorvald Örlygsson, þáverandi leikmann Nottingham Forest. Rangstöðugildra Ungverja brást algjörlega og Þorvaldur vippaði boltanum snyrtilega í markið og mátti heyra saumnál detta á leikvanginum í Búdapest. Heimamenn, stórþjóð í knattspyrnu á árum áður, trúðu varla sínum eigin augum en ballið var rétt að byrja. Á 64. mínútu fór Sigurður af velli fyrir Hörð Magnússon framherja FH og níu mínútum síðar lá boltinn í netinu. Eftir hörkutæklingu Arnars Grétarssonar á miðjunni barst boltinn á Baldur Bjarnason. Baldur sendi boltann út á hægri vænginn þangað sem Andri Marteinson var mættur. Andri sendi boltann fyrir markið þar sem Rúnar Kristinsson skallaði af krafti. Markvörður Ungverja varði með tilþrifum en Hörður hirti frákastið og þrumaði boltanum í netið. Ótrúleg staða enda fátt sem benti til annars en taps fram að jöfnunarmarkinu. Ungverjar gerðu harða atlögu að marki Birkis Kristinssonar það sem eftir lifði leiks en án árangurs. Einn glæsilegasti sigur Íslands á erlendri grundu í höfn. Íslenska liðið vann einnig sigur á Ungverjum í síðari leik þjóðanna á Laugardalsvelli. Liðið hafnaði í þriðja sæti riðilsins eftir þrjá sigra, tvö jafntefli og þrjú töp. Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana á föstudaginn. Íslendingar hafa ekki oft sótt gull í greipar þjóða í Austur-Evrópu. Það voru fáir sem reiknuðu með sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er liðið sótti Ungverja heim 3. júní 1992 í 5. riðli í undankeppni HM 1994. Íslenska liðið var í riðli með Rússum, Grikkjum, Ungverjum og Lúxemborg. Liðið hafði tapað 1-0 gegn Grikkjum í fyrsta leiknum í riðlinum og Ungverjar voru í þriðja styrkleikaflokki en Ísland í þeim fimmta. Þetta var fyrsta heila undankeppnin sem íslenska liðið lék í undir stjórn Ásgeirs heitins Elíassonar. Ungverjar blésu til stórsóknar og komust yfir snemma leiks. Þegar gengið var til búningsherbergja var fátt sem benti til annars en að íslenska liðið yrði stigalaust að loknum fyrstu tveimur leikjum sínum. Eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik hafði Ísland jafnað metin. Sigurður fyrirliði Grétarsson, þáverandi leikmaður Grasshopper í Sviss, sendi þá frábæra sendingu inn á Þorvald Örlygsson, þáverandi leikmann Nottingham Forest. Rangstöðugildra Ungverja brást algjörlega og Þorvaldur vippaði boltanum snyrtilega í markið og mátti heyra saumnál detta á leikvanginum í Búdapest. Heimamenn, stórþjóð í knattspyrnu á árum áður, trúðu varla sínum eigin augum en ballið var rétt að byrja. Á 64. mínútu fór Sigurður af velli fyrir Hörð Magnússon framherja FH og níu mínútum síðar lá boltinn í netinu. Eftir hörkutæklingu Arnars Grétarssonar á miðjunni barst boltinn á Baldur Bjarnason. Baldur sendi boltann út á hægri vænginn þangað sem Andri Marteinson var mættur. Andri sendi boltann fyrir markið þar sem Rúnar Kristinsson skallaði af krafti. Markvörður Ungverja varði með tilþrifum en Hörður hirti frákastið og þrumaði boltanum í netið. Ótrúleg staða enda fátt sem benti til annars en taps fram að jöfnunarmarkinu. Ungverjar gerðu harða atlögu að marki Birkis Kristinssonar það sem eftir lifði leiks en án árangurs. Einn glæsilegasti sigur Íslands á erlendri grundu í höfn. Íslenska liðið vann einnig sigur á Ungverjum í síðari leik þjóðanna á Laugardalsvelli. Liðið hafnaði í þriðja sæti riðilsins eftir þrjá sigra, tvö jafntefli og þrjú töp.
Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira