Erlent

Frans I er nýr páfi

Bergoglio er fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku og tekur sér nafnið Frans fyrsti.
Bergoglio er fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku og tekur sér nafnið Frans fyrsti. Mynd/AP
Argentínski kardínálinn Jorge Mario Bergoglio hefur verið kjörinn páfi. Hann er fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku og tekur sér nafnið Frans fyrsti. Bergoglio er 76 ára gamall.

Mikill mannfjöldi er á Péturstorgi fyrir utan Sixtínsku kapelluna í Vatíkaninu, en það tók kardínálana 115 aðeins rúman sólarhring að velja eftir mann Benedikts sextánda, sem sagði af sér á dögunum.

Frans páfi ávarpaði fólkið og bað það að biðja fyrir sér. Að því loknu boðaði hann ást á heimsvísu og kvaddi með orðunum „Við sjáumst fljótlega".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×