Enski boltinn

Dzeko klikkaði á algjöru dauðafæri og City náði bara jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edin Dzeko.
Edin Dzeko. Mynd/NordicPhotos/Getty
Swansea og Manchester City gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikur liðanna fer ekki í sögubækurnar fyrir mikið skemmtunargildi þótt að gestirnir hafði fengið færin til að tryggja sér öll stigin.

Bosníumaðurinn Edin Dzeko fékk langbesta færi leiksins fimm mínútum fyrir leikslok en skaut þá framhjá af stuttu færi eftir undirbúning Pablo Zabaleta.

Swansea byrjaði leikinn betur og fékk færi í fyrri hálfleik en Manchester City sótti í sig veðrið og var mun meira með boltann.

Manchester City fékk síðan færi til þess að tryggja sér sigur og knattspyrnustjórinn Roberto Mancini gat bara brosað af klaufaskap hans manna fyrir framan markið enda hefur færanýting liðsins verið akkilesarhæll fráfarandi meistaraá þessari leiktíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×