Enski boltinn

Scott Sinclair með blóðtappa - fluttur á sjúkrahús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Sinclair.
Scott Sinclair. Mynd/NordicPhotos/Getty
Scott Sinclair, leikmaður Manchester City, er á sjúkrahúsi eftir að hann greindist með blóðtappa í öxl. Sinclair er ekki lífshættu en er enn í rannsóknum á Alexöndru-spítalanum í Manchester. Roberto Mancini staðfesti þetta á blaðamannafundi eftir markalaust jafntefli Swansea og City í dag og enskir miðlar hafa síðan komið með meiri upplýsingar á vefsíðum sínum.

Scott Sinclair sem er 24 ára gamall, veiktist á æfingu á föstudaginn og var því ekki með í leiknum í dag. Það kemur betur í ljós á næstu tveimur sólarhringum hvað þessi veikindi þýða fyrir leikmanninn.

Scott Sinclair er á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester City eftir að félagið keypti hann á 6,2 milljónir punda frá Swansea í ágúst. Hann hefur aðeins náð að byrja þrjá leiki með City á tímabilinu.

Roberto Mancini hefur ekki lengur mikla trú á honum og hefur talað um það að undanförnu að Sinclair væri kannski betur borgið hjá öðru félagi á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×