Íslenski boltinn

Fimmta vítakeppnin í bikarúrslitaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ögmundur Kristinsson, markvörður og fyrirliði Fram.
Ögmundur Kristinsson, markvörður og fyrirliði Fram. Mynd/Daníel
Framarar tryggðu sér bikarmeistaratitil karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í vítakeppni í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvellinum. Leikurinn sjálfur var frábær og endaði með 3-3 jafntefli.

Þetta er í fimmta sinn í 53 ára sögu bikarkeppninnar þar sem lið vinnur bikarmeistaratitilinn eftir vítaspyrnukeppni.

Ögmundur Kristinsson, markvörður og fyrirliði Fram, var hetja síns liðs en Stjörnumenn komu boltanum bara einu sinni framhjá honum í vítakeppninni. Ögmundur tryggði sínu liði bikarinn með því að verja vítaspyrnu Gunnars Arnar Jónssonar en áður hafði Ögmundur varið frá Halldóri Orra Björnssyni.



Vítakeppnir í bikarúrslitaleikjum karla:

1990: Valur - KR 5-4

Bjarni Sigurðsson, markvörður Val, varði tvö víti KR-inga

1997: Keflavík - ÍBV 5-4

Bjarki Guðmundsson, markvörður Keflavíkur, varði tvö víti Eyjamanna

2001: Fylkir - KA 7-6

Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis, varði lokaspyrnu KA-manna

2009: Breiðablik - Fram 5-4

Paul Mcshane, leikmaður Fram, skaut í slá úr lokaspyrnu Framara

2013: Fram - Stjarnan 3-1

Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði tvær síðustu spyrnur Stjörnumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×