Íslensk hönnun heillar 22. mars 2013 09:30 Barbara Russ, penni hjá þýsku hönnunar- og tískuvefsíðunni Modabot.de, var stödd hér á landi í síðustu viku, en tilgangur heimsóknarinnar var að fylgjast með bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival. Russ hafði í nógu að snúast við að hlaupa á milli sýninga, opnana og fyrirlestra um íslenska hönnun.Sýningin Framed höfðaði til tísku- og hönnunarsíðunnar Modabot.de.Á miðvikudaginn birti hún svo nokkuð ítarlega færslu um hápunkta hátíðarinnar og þá hönnuði sem höfðuðu mest til hennar. JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON, Andersen & Lauth og Huginn Muninn voru fremst í flokki en einnig nefnir hún sýninguna FRAMED, sem var samstarf milli ýmissa hönnunardúóa, skartgripi Erlings Jóhannessonar og ullarvörur Víkur Prjósdóttur. Russ segir hönnunarsenuna á Íslandi vera einstaka.Barbara heillaðist af línu Guðmundar Jörundssonar.Það er hægt að fullyrða að RFF og Hönnunarmars hafi aldrei tekist betur en í ár, en þetta er í fyrsta skipti sem hönnunarhátíðarnar eru settar undir sama hatt. Pistlar og greinar erlendra blaðamanna sem voru viðstaddir hafa verið af mjög jákvæðum toga og greinilegt er að hönnunarsenan á Íslandi er á hraðri uppleið. HönnunarMars RFF Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Barbara Russ, penni hjá þýsku hönnunar- og tískuvefsíðunni Modabot.de, var stödd hér á landi í síðustu viku, en tilgangur heimsóknarinnar var að fylgjast með bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival. Russ hafði í nógu að snúast við að hlaupa á milli sýninga, opnana og fyrirlestra um íslenska hönnun.Sýningin Framed höfðaði til tísku- og hönnunarsíðunnar Modabot.de.Á miðvikudaginn birti hún svo nokkuð ítarlega færslu um hápunkta hátíðarinnar og þá hönnuði sem höfðuðu mest til hennar. JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON, Andersen & Lauth og Huginn Muninn voru fremst í flokki en einnig nefnir hún sýninguna FRAMED, sem var samstarf milli ýmissa hönnunardúóa, skartgripi Erlings Jóhannessonar og ullarvörur Víkur Prjósdóttur. Russ segir hönnunarsenuna á Íslandi vera einstaka.Barbara heillaðist af línu Guðmundar Jörundssonar.Það er hægt að fullyrða að RFF og Hönnunarmars hafi aldrei tekist betur en í ár, en þetta er í fyrsta skipti sem hönnunarhátíðarnar eru settar undir sama hatt. Pistlar og greinar erlendra blaðamanna sem voru viðstaddir hafa verið af mjög jákvæðum toga og greinilegt er að hönnunarsenan á Íslandi er á hraðri uppleið.
HönnunarMars RFF Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira