Enski boltinn

De Gea er ekki að hugsa um Barcelona

Hinn spænski markvörður Man. Utd, David de Gea, hefur verið orðaður við lið í heimalandinu upp á síðkastið og þá aðallega Barcelona. De Gea segist þó ekki vera á förum.

Hinn 22 ára markvörður er á sínu öðru ári með United og hefur staðið sig talsvert betur í ár en hann gerði í fyrra.

"Ég veit hvað er búið að skrifa í blöðin en ég er með samning við Man. Utd. Valdes er líka enn markvörður Barcelona og ég er frá Madrid. Ég vonast til þess að snúa aftur þangað síðar en hér verð ég fyrst í mörg ár og ég ætla mér að vinna marga titla með United," sagði De Gea.

Markvörðurinn hrósaði síðan stjóranum sínum fyrir aðstoðina er hann fékk mikla gagnrýni.

"Sir Alex er meira en stjóri. Hann stjórnar öllu hjá félaginu. Hann er faðir allra þeirra sem koma til félagsins. Hann er alveg frábær."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×